Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 20. október 2020 09:05
Elvar Geir Magnússon
Fer Mbappe til Real Madrid eða Liverpool næsta sumar?
Powerade
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mbappe, Son, Ings, Sarri, Jones, Zabaleta, Dybala, Haaland og fleiri hressir í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Real Madrid eða Liverpool gætu keypt Kylian Mbappe (31) næsta sumar en þessi franski sóknarleikmaður vill ekki framlengja við Paris St-Germain. (Le Parisien - in French)

Real Madrid er með Erling Braut Haaland (20) hjá Borussia Dortmund sem plan B ef félaginu tekst ekki að gera samkomulag við PSG um Mbappe. (Sport)

Tottenham býr sig undir að hækka vikulaun Son Heung-mun (28) upp í 150 þúsund pund til að fá Suður-Kóreumanninn til að skrifa undir framlengingu. (Mail)

Enski sóknarmaðurinn Danny Ings (28) hjá Southampton er nálægt því að skrifa undir nýjan samning, þrátt fyrir áhuga frá Tottenham. (Athletic)

Liverpool hefur áhuga á enska varnarmanninum Ben White (23) hjá Brighton. Leeds United mistókst að kaupa hann í sumar. (Football Insider)

UEFA íhugar að stækka Meistaradeildina upp í 36 lið frá tímabilinu 2024-25. (Telegraph)

Verðlaunafé í Evrópukeppnum gæti orðið lægra næstu fimm árin vegna fjárhagsáhrifa heimsfaraldursins. (Times)

60 milljóna punda tilboði Manchester City í senegalska varnarmanninn Kalidou Koulibaly (29) var hafnað af Napoli í sumar. (Calcio Mercato)

Arsenal reyndi að fá portúgalska vængmanninn Joelson Fernandes (17) frá Sporting Lissabon í sumar. (Football London)

Mauruzio Sarri, fyrrum stjóri Chelsea, er talinn líklegastur til að taka við Fiorentina ef ítalska félagið rekur Giuseppe Iachini. (Calcio Mercato)

Pablo Zabaleta (35) gæti snúið aftur til Manchester City sem starfsmaður. Zabaleta lagði skóna á hilluna á dögunum. (Mail)

Barcelona vill losa sig við franska framherjann Ousmane Dembele (23) og danska framherjann Martin Braithwaite (29) til að skapa pláss fyrir tvo hollenska sóknarleikmenn; Memphis Depay (29) hjá Lyon og Myron Boadu (19) hjá AZ Alkmaar. (Todofichajes)

Juventus telur sig geta fengið Argentínumanninn Paulo Dybala (26) til að skrifa undir nýjan samning. (Tuttosport)

Phil Jones (28), varnarmaður Manchester United, vill yfirgefa félagið í janúar. Hann er ósáttur við að vera ekki í Meistaradeildarhópnum. (Sun)

Paris St-Germain mun reyna að fá Christian Eriksen (28) en hann á í vandræðum með að festa sig í sessi í liði Inter. (Todofichajes)
Athugasemdir
banner
banner