Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 20. október 2020 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Tilfinningin öðruvísi núna en síðast
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, getur farið sáttur að sofa í kvöld eftir 2-1 útisigur gegn Paris Saint-Germain í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„Tilfinningin er öðruvísi frá því við unnum hérna síðast, þetta er byrjunin á riðlakeppninni en við unnum stórkostlegt lið. Síðast var það í útsláttarkeppni og það var ólýsanlegt. Þetta er leiðinlegra án áhorfenda en þetta er samt frábært og við áttum skilið að vinna."

„Þegar þú ferð á útivöll gegn liði sem er með Neymar og Mbappe, þá þarftu að verjast vel og markvörðurinn þinn þarf að verja skot. Axel Tuanzebe er frábær varnarmaður og fyrsti leikur hans í tíu mánuði sagði mikið um það hversu mikil gæði hann er með."

Bruno fékk tvær tilraunir á vítapunktinum í kvöld, en hann skoraði í seinna skiptið. Kaylor Navas varði frá honum í fyrra skiptið en var kominn af marklínunni áður en spyrnan var tekin og því þurfti að endurtaka hana.

„Bruno mun halda áfram að taka vítaspyrnurnar, hann sýndi einbeitingu og karakter."

„Við þurfum tíu stig til að komast áfram og leikurinn í næstu viku er mjög mikilvægur. Það eru mjög margir leikir."
Athugasemdir
banner