Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 20. nóvember 2021 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um rifrildið: Stukku upp úr sætunum eins og þetta væri rautt spjald
Jürgen Klopp var hress á hliðarlínunni gegn Arsenal
Jürgen Klopp var hress á hliðarlínunni gegn Arsenal
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var hrifinn af frammistöðu liðsins í 4-0 sigrinum á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þá ræddi hann einnig rifrildið við Mikel Arteta.

Liverpool er komið upp í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn en Liverpool yfirspilaði Arsenal og tryggði sér stigin þrjú.

„Allir leikirnir eru tækifæri fyrir okkur. Þetta var mögnuð frammistaða og við urðum bara betri því lengur sem leið á leikinn," sagði Klopp.

„Við stjórnuðum leiknum á mjög góðan hátt og spiluðum spennandi bolta á réttum augnablikum. Þetta var blanda af þroskaðri og spennandi frammistöðu. Í leikjum eins og þessum er mikilvægt að halda andstæðingnum eins langt frá markinu og þú mögulega getur og vera afgerandi í öðrum hlutum."

„Þessi deild er rosalega áköf. Framundan er kafli sem er með mestu ákefðina. Þetta verður klikkun í desember og janúar. Það eru leikmenn að koma til baka úr meiðsum en strákarnir sem spiluðu í dag gerðu vel og nákvæmlega það sem þurfti. Við vitum hvað Arsenal er fært um að gera á vellinum en þeir gátu það ekki í dag og það er stærsta hrósið sem ég get fært mínu liði."


Klopp og Arteta lentu í heiftarlegu rifrildi eftir rúmlega hálftímaleik og fengu báðir gult spjald fyrir en rifrildið byrjaði er Sadio Mane og Takehiro Tomiyasu fóru upp í skallaeinvígi.

„Þetta snérst um það atvik og að þetta hafi ekki verið brot á Sadio Mane. Bekkurinn hjá Arsenal hoppaði upp eins og þetta væri rautt spjald og ég spurði hvað þeir vilja fá í þessari stöðu."

„Við þurftum að taka Sadio af velli gegn Atlético því þeir vildu fá gult spjald á hann í þeim leik. Dómarinn gerði vel í þessu atviki og ég átti gula spjaldið skilið. Þetta var ekki í lagi og það er það sem ég sagði. Þetta gerðist bara í augnablikinu,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner