Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. nóvember 2021 18:29
Brynjar Ingi Erluson
Neyðarfundur hjá Man Utd - Solskjær að missa starfið?
Ole Gunnar Solskjær gæti misst starfið
Ole Gunnar Solskjær gæti misst starfið
Mynd: Getty Images
Stjórn enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United er á neyðarfundi til að ræða stöðu Ole Gunnar Solskjær hjá félaginu en það er The Times sem greinir frá.

Man Utd tapaði fimmta leik sínum í deildinni á þessari leiktíð í dag er liðið beið lægri hlut fyrir Watford, 4-1.

Frammistaða liðsins hefur verið arfaslök síðustu mánuði og virðist tapið í dag hafa verið síðasti naglinn í kistu Solskjær.

Samkvæmt Times þá kallaði stjórn félagsins saman neyðarfund um stöðu Solskjær en sá fundur hófst klukkan 18:00.

Ákvörðun mun væntanlega liggja fyrir síðar í kvöld eða á næstu dögum. Zinedine Zidane er sagður líklegasti kosturinn til að taka við af Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner