Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. nóvember 2021 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Niðurlútur eftir tapið - „Auðvitað vitum við að það er eitthvað að"
Mynd: EPA
„Úrslitin eru ekki nægilega góð og við vitum það. Auðvitað áttum við okkur á því að það er eitthvað að," sagði Ole Gunnar Solskjær eftir 4-1 tapið gegn Watford í dag.

Það virðist ekkert ganga upp hjá United þessa dagana en liðið tapaði fimmta leik sínum í deildinni og er að missa af lestinni eftir aðeins tólf leiki.

Bæði Bruno Fernandes og David De Gea töluðu um hvað frammistaðan hafi verið slök og var Solskjær sammála því.

„Þetta er klárlega mjög svo stór áskorun fyrir alla hjá félaginu og ég finn til með stuðningsmönnunum. Mér líður eins og við erum að eiga mjög slæman kafla og í slæmri stöðu. Þetta er hins vegar partur af fótboltanum," sagði Solskjær.

Staða Solskjær hjá United hefur verið rædd og margir spekingar sem telja að hann fái sparkið á næstunni.

„Ég er að vinna fyrir og með félaginu. Við eigum í góðum samskiptum og ef félagið er að hugsa um að gera breytingar þá er það bara samtal á milli mín og félagsins," sagði hann ennfremur.

Brendan Rodgers og Zinedine Zidane eru á meðal þeirra þjálfara sem eru orðaðir við stöðuna hjá United sem situr í 7. sæti með 17 stig, tólf stigum á eftir toppliði Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner