De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   mán 20. nóvember 2023 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Herra Víkingur framlengir
watermark Halldór Smári verður áfram hjá Víkingum
Halldór Smári verður áfram hjá Víkingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Víkings, tekur áfram slaginn með liðinu og hefur nú skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum.

Halldór er 35 ára gamall miðvörður sem hefur alla tíð spilað fyrir Víking og er jafnframt leikjahæstur í sögu félagsins.

Á nýafstaðinni leiktíði spilaði hann 25 leiki í Bestu deildinni er liðið varð Íslandsmeistari og spilaði þá tvo leiki í bikarævintýri Víkinga sem unnu Mjólkurbikarinn fjórða sinn í röð.

Herra Víkingur, eins og hann er iðulega kallaður, skrifaði undir nýjan samning við félagið sem gildir út næsta tímabil.

Góðar og mikilvægar fréttir fyrir Víkinga að halda þessum reynslubolta í klefanum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner