Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. janúar 2020 17:00
Hafliði Breiðfjörð
Ár frá andláti Sala - Nantes gerir sér treyjur til minningar
Mynd: Getty Images
Í dag er eitt ár liðið frá því að Argentínumaðurinn Emiliano Sala lést í flugslysi.

Sala sem var 28 ára gamall hafði þá verið nýbúinn að ganga frá félagaskiptum sínum frá Nantes í Frakklandi til Cardiff City en lést þegar flugvélin sem flutti hann frá Frakklandi til síns nýja félags hrapaði.

Til minningar um gamla framherjann sinn hefur Nantes nú framleitt nýjan búning í fánalitum Argentínu. Liðið mun klæðast búningunum í leik gegn Bordeux um helgina. Allur ágóði af sölu treyjanna fer svo til gömlu liðanna hans í Argentínu, Club San Martin de Progreso og Proyecto Crecer. Treyjurnar má sjá að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner