Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. janúar 2021 11:43
Magnús Már Einarsson
ÍA styður ekki tillögu KSÍ - Vilja þrefalda umferð 2022
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýlega kynnti starfshópur KSÍ tillögu að breytingu á fyrirkomulagi keppni í Pepsi Max deild karla frá og með keppnistímabilinu 2022. Í þeirri tillögu verða áfram tólf lið í deildinni og tvöföld umferð. Að því loknu verður skipt upp í efri hluta og neðri hluta (6 félög í hvorum hluta) og spiluð einföld umferð.

Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutans er leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Leikir yrðu þá 27 á hvert lið á hverju keppnistímabii.

Knattspyrnufélag ÍA styður ekki tillögu starfshópsins og leggur til að frá og með 2022 verði leikin þreföld umferð eða 33 leikir á lið.

Í tillögu ÍA segir að keppni á Íslandsmótinu þurfi að hefjast fyrr til að lið komi betur undirbúin til leiks í Evrópukeppni í júlí. Þá segir ÍA einnig að tillaga félagsins gangi lengar með það í huga að tækifæri félaga í efstu deild verði sem jöfnust.

Samkvæmt tillögu ÍA mætti hefja leik í Peps Max-deildinni árið 2022 þann 10. apríl og spila út október. Hvert lið myndi spila 33 leiki.

Búast má við að breytingar á Íslandsmótinu verði mikið ræddar á ársþingi KSÍ í febrúar.

Smelltu hér til að lesa tillögu ÍA í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner