Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. janúar 2021 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Paulo Sousa tekinn við pólska landsliðinu (Staðfest)
Sousa var orðaður við Arsenal áður en Mikel Arteta tók við.
Sousa var orðaður við Arsenal áður en Mikel Arteta tók við.
Mynd: Getty Images
Portúgalski þjálfarinn Paulo Sousa hefur verið ráðinn til starfa hjá pólska landsliðinu eftir að hafa verið atvinnulaus í hálft ár.

Sousa stýrði síðast Bordeaux í frönsku deildinni og var látinn fara frá félaginu síðasta ágúst eftir rifrildi við stjórnina.

Sousa er fimmtugur og hefur komið víða við á þjálfaraferlinum. Hann stýrði meðal annars QPR, Leicester og Swansea á Englandi en hefur einnig komið við hjá Fiorentina, Basel og Tianjin Quanjian til að nefna nokkur dæmi.

Sousa var á sínum tíma frábær knattspyrnumaður og lék meðal annars fyrir Benfica, Juventus og Inter, auk þess að vera fastamaður í portúgalska landsliðinu.

Pólska landsliðið er með mikið af öflugum leikmönnum og verður áhugavert að sjá hvernig Sousa gengur þar. Hann er ráðinn aðeins þremur dögum eftir brottrekstur Jerzy Brzęczek. Brzęczek var rekinn þrátt fyrir að rúlla upp undanriðlinum fyrir EM 2020 og halda Pólverjum uppi í erfiðum riðli í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner