Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. janúar 2022 22:00
Victor Pálsson
Segja Arsenal eltast við landsliðsmarkvörð Bandaríkjanna
Mynd: EPA
Arsenal hefur áhuga á bandaríska landsliðsmarkverðinum Matt Turner sem leikur með New England Revolution. Goal.com fullyrðir þessar fregnir.

Goal segir að Arsenal sé í viðræðum við félagslið Turner og gæti leikmaðurinn verið á leið til Englands.

Um er að ræða 27 ára gamlan Bandaríkjamann sem á að baki 13 landsleiki fyrir þjóð sína. Fyrsti landsleikurinn kom aðeins í fyrra.

Turner hefur staðið sig virkilega vel með New England í heimalandinu og eru fjölmörg lið að skoða þann möguleika að fá hann.

Arsenal hefur áhuga á að losa Þjóðverjann Bernd Leno frá félaginu en hann er varamarkvörður í dag fyrir Aaron Ramsdale.

Turner var valinn markvörður ársins í Bandaríkjunum á síðasta ári og er af mörgum talinn besti markvörður landsins.

Hann keppir við Zack Steffen, markvörð Machester City, um byrjunarliðssæti í bandaríska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner