Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. febrúar 2019 23:30
Arnar Helgi Magnússon
De Jong getur ekki beðið eftir því að spila með „þeim besta"
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn, Frenkie De Jong, mun ganga í raðir Barcelona eftir leiktíðina.

Mörg félög höfðu áhuga á honum en Barcelona vann baráttuna um þjónustu hans. Kaupverðið er sagt 65 milljónir punda en De Jong gerir fimm ára samning. Hann hafnaði Manchester City og Paris Saint-Germain.

„Ég get ekki beðið eftir því að fara til Barcelona og spila með besta leikmanni sögunnar, Messi er það að mínu mati," sagði Hollendingurinn ungi.

„Það er erfitt að útskýra hann einhvernvegin öðruvísi en að segja að hann sé bara fullkominn. Hann getur gert allt með boltanum og án boltans. Hann skapar endalaust, vinstri fóturinn er magnaður og hann tekur réttar ákvarðanir. Hann er bara á einhverjum allt öðrum stað en aðrir fótboltamenn."

Frenkie mun ganga til liðs við spænska risann þann 1. júlí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner