Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 21. febrúar 2020 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Mikael spilaði í sigri
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mikael Anderson byrjaði á bekknum er Midtjylland heimsótti Hobro í efstu deild danska boltans í dag.

Búist var við öruggum sigri Mið-Jótlendinga en staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik. Tvær breytingar voru gerðar í leikhlénu og kom Mikael inn í sóknarlínuna ásamt Ronnie Schwartz.

Schwartz lét heldur betur til sín taka og lagði upp fyrir Anders Dreyer tíu mínútum eftir innkomuna. Þrettán mínútum síðar endurlaunaði Dreyer greiðann og lagði upp fyrir Schwartz. Lokatölur 0-2.

Mikael og félagar eru með tíu stiga forystu á toppi dönsku deildarinnar. Kaupmannahöfn er í öðru sæti með leik til góða.

Hobro 0 - 2 Midtjylland
0-1 Anders Dreyer ('55)
0-2 Ronnie Schwartz ('68)

Nokkur Íslendingalið spiluðu æfingaleiki í dag en engir Íslendingar komust þó á blað.

Álasund lagði Brann að velli á meðan CSKA Moskva skoraði þrjú gegn svissneska félaginu Rapperswil. Niklas Castro gerði öll þrjú mörk Álasundar í leiknum en hann þótti meðal bestu manna norsku B-deildarinnar í fyrra.

Lilleström tapaði þá fyrir Bodö/Glimt á meðan Start lagði Jerv að velli.

Brann 1 - 3 Álasund

CSKA Moskva 3 - 0 Rapperswil

Lilleström 1 - 4 Bodö/Glimt

Start 1 - 0 Jerv

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner