Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   sun 21. febrúar 2021 16:21
Aksentije Milisic
Þýskaland: Sabitzer með sturlað mark í sigri Leipzig
Hertha 0 - 3 RB Leipzig
0-1 Marcel Sabitzer ('28 )
0-2 Nordi Mukiele ('71 )
0-3 Willi Orban ('84 )

Hertha Berlin og RB Leipzig áttust við í þýsku deildinni í dag og áttu gestirnir ekki í neinum vandræðum í Berlín.

Marcel Sabitzer kom Leipzig yfir á 28. mínútu en markið var gjörsamlega sturlað. Hann fékk þá knöttinn langt fyrir utan teig andstæðingana, lét vaða og boltinn söng í samkeytunum fjær. Frábært mark hjá Sabitzer.

Staðan var 1-0 allt þar til tuttugu mínútur voru til leiksloka en þá skoraði Nordi Mukiele og kom Leipzig í vænlega stöðu. Það var svo ungverski miðvörðurinn Willi Orban sem kláraði leikinn undir lokinn.

Nú er Leipzig einungis tveimur stigum á eftir Bayern Munchen en Þýskalandsmeistararnir töpuðu í gær. Hertha er einungis markatölu frá fallsæti.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 12 11 1 0 44 9 +35 34
2 RB Leipzig 12 8 2 2 22 13 +9 26
3 Dortmund 12 7 4 1 21 11 +10 25
4 Leverkusen 12 7 2 3 28 17 +11 23
5 Hoffenheim 12 7 2 3 25 17 +8 23
6 Stuttgart 12 7 1 4 21 17 +4 22
7 Eintracht Frankfurt 12 6 3 3 28 23 +5 21
8 Freiburg 12 4 4 4 19 20 -1 16
9 Werder 12 4 4 4 16 21 -5 16
10 Köln 12 4 3 5 21 20 +1 15
11 Union Berlin 12 4 3 5 15 19 -4 15
12 Gladbach 12 3 4 5 16 19 -3 13
13 Hamburger 12 3 3 6 11 18 -7 12
14 Augsburg 12 3 1 8 15 27 -12 10
15 Wolfsburg 12 2 3 7 14 22 -8 9
16 Heidenheim 12 2 2 8 10 27 -17 8
17 St. Pauli 12 2 1 9 10 24 -14 7
18 Mainz 12 1 3 8 11 23 -12 6
Athugasemdir
banner
banner