Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 21. febrúar 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ánægður með harkið á Óttari - „Gerðu þetta almennilega og ekki koma heim"
Mynd: Venezia
Óttar Magnús Karlsson er mættur til Oakland Roots í Bandaríkjunum á láni frá ítalska félaginu Venezia. Óttar varð 25 ára í dag, hann er sóknarmaður sem er uppalinn í Víkingi en hefur verið á talsverðu flakki á ferlinum til þessa. Fyrir áramót var hann á láni hjá Siena í C-deildinni á Ítalíu.

Rætt var um Óttar í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

„Ég er ekkert brjálæðislega hrifinn af því að hann sé í næst efstu deild í Bandaríkjunum ef ég á að vera heiðarlegur. Ég er ánægður með harkið í honum, að hann sé hættur að koma heim, hann heldur áfram að harka því hann er á fínum aldri. Það væri ekkert slæmt fyrir hann að vera í Oakland með smá glugga að liðin í MLS fylgist með sér ef hann skorar fullt af mörkum. Það er alveg algengt að menn séu teknir upp í efstu deildina. Ég er aðallega ánægður með harkið."

„Eins og Kári var að tala um í vikunni þá er svo auðvelt að koma heim í 900 kallinn. Það er ógeðslega kósí en reyndu bara að vera atvinnumaður og á einhverjum tímapunkti þá mun þetta detta, hann mun skora tíu mörk einhversstaðar í sautján leikjum og fá eitthvað „move". Hann á ennþá nokkuð mörg fín ár eftir. Taktu harkið, gerðu þetta almennilega og ekki koma heim,"
sagði Tómas Þór Þórðarson, annar af þáttarstjórnendum og stuðningsmaður Víkings.
Útvarpsþátturinn - Nýir tímar í íslenska boltanum
Athugasemdir
banner
banner
banner