Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. mars 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Erkifjendurnir Ajax og Feyenoord standa saman gegn veirunni
Mynd: Getty Images
Sögulegu erkifjendurnir Ajax og Feyenoord áttu að mætast í hollenska boltanum í dag en leikurinn verður ekki spilaður vegna kórónuveirunnar.

Mikill rígur er á milli Ajax og Feyenoord og mikil slagsmálasaga að baki hjá stuðningsmönnum félöganna.

Félögin hafa þó komið saman á þessum neyðartímum og gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í morgun auk þess að kaupa sameiginlegar auglýsingar í Hollandi til að koma skilaboðunum áleiðis.

„Við mætumst ekki um helgina heldur erum við saman í liði. Við klöppum ekki fyrir leikmönnum heldur fyrir heilbrigðisstarfsfólki," segir í yfirlýsingunni.

„Við erum þakklát fyrir að eiga hugratt fólk í þessari hörðu baráttu og sendum okkar styrk til þeirra."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner