Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   sun 21. apríl 2024 15:26
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Beto steinrotaðist eftir samstuð við Gibbs-White
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Beto missti meðvitund í 2-0 sigri Everton á Nottingham Forest en hann og Morgan Gibbs-White lentu í harkalegu samstuði er þeir fóru upp í skallabolta.

Atvikið átti sér stað undir lok leiksins. Everton-menn hreinsuðu boltann út fyrir teiginn og þar mætti Gibbs-White á fullri ferð í átt að Beto.

Gibbs-White fór í skallaeinvígi við Beto sem fór á versta veg en portúgalski framherjinn missti meðvitund eftir þungt högg frá enska miðjumanninum.

Hann var kominn aftur til meðvitundar stuttu síðar og fluttur á spítala, en Sean Dyche, stjóri Everton, segir þetta líta ágætlega út þó þetta hafi vissulega litið illa út í beinni útsendingu.

„Það er of snemmt að segja til um, svona frá læknisfræðilegu sjónarhorni, en fyrstu ummerki eru mjög góð. Hann var mættur til meðvitundar og talaði við sjúkraþjálfarana og sjúkraliða, sem eru auðvitað góðar fréttir,“ sagði Dyche.


Athugasemdir
banner
banner
banner