Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   sun 21. apríl 2024 15:32
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin: Maguire og McTominay komu Man Utd í 2-0
Harry Maguire þrumuskallaði hornspyrnu Fernandes í netið
Harry Maguire þrumuskallaði hornspyrnu Fernandes í netið
Mynd: EPA
Manchester United er að vinna Coventry City, 2-0, þegar búið er að flauta til loka fyrri hálfleiks í undanúrslitum enska bikarsins á Wembley.

Scott McTominay kom United í forystu á 23. mínútu eftir góða sókn United. Diogo Dalot tók utanáhlaupið hægra megin áður en hann setti boltann fyrir markið og á McTominay sem skoraði af stuttu færi.

Harry Maguire tvöfaldaði forystuna með skallamarki eftir hornspyrnu Bruno Fernandes undir lok hálfleiksins.

United með þægilega forystu og stefnir allt í að við fáum Manchester-slag í úrslitum þetta árið.
Athugasemdir
banner
banner