Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. maí 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Stórleikur Þór/KA og Breiðabliks
Það er mikilvægt fyrir Þór/KA að ná í úrslit gegn Breiðabliki.
Það er mikilvægt fyrir Þór/KA að ná í úrslit gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórða umferð Pepsi Max-deildar kvenna hefst í kvöld með fjórum flottum fótboltaleikjum.

Í fyrsta leik kvöldsins mætast KR og ÍBV. KR er á botninum án stiga á meðan ÍBV hefur þrjú stig.

Það er svo stórleikur klukkan 18:30 þegar Þór/KA fær Breiðablik í heimsókn. Þór/KA má í rauninni ekki tapa þessum leik því þá lendir liðið sex stigum á eftir Blikum. Það er mjög hættulegt þegar mótið er nýbyrjað.

Síðustu tveir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15. Valur, sem hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína, heimsækir HK/Víking og Selfoss og Keflavík eigast við.

Það eru svo tveir leikir klukkan 20:00 í 4. deild karla. Fenrir og Hamar mætast annars vegar og GG og Álafoss hins vegar.

þriðjudagur 21. maí

Pepsi-Max deild kvenna
18:00 KR-ÍBV (Meistaravellir)
18:30 Þór/KA-Breiðablik (Þórsvöllur)
19:15 Selfoss-Keflavík (JÁVERK-völlurinn)
19:15 HK/Víkingur-Valur (Kórinn)

4. deild karla - C-riðill - 4. deild karla
20:00 Fenrir-Hamar (Hertz völlurinn)
20:00 GG-Álafoss (Grindavíkurvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner