Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. maí 2020 15:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andrea Mist í FH (Staðfest)
Andrea í leik gegn KR síðasta sumar.
Andrea í leik gegn KR síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Mist Pálsdóttir hefur skrifað undir samning við Fimleikafélag Hafnarfjarðar fyrir átökin í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

Andrea gekk í raðir ítalska félagsins Orobica í vetur, en hún er komin aftur heim og ætlar að spila í Hafnarfirðinum í sumar. FH er nýlíði í efstu deild en liðið hafnaði í öðru sæti Inkasso-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Hin 21 árs gamla Andrea hefur spilað 3 A-landsliðsleiki fyrir Ísland og hún hefur alls skorað fjórtán mörk í 97 leikjum í efstu deild. Hún er uppalin hjá Þór/KA og hefur spilað á Akureyri allan sinn feril hér á Íslandi.

„Við FH-ingar erum gríðarlega ánægðir með að hafa fengið Andreu Mist til liðs við okkur og bjóðum hana innilega velkomna í Krikann," segir í tilkynningu FH.

FH var í áttunda sæti í spá Heimavallarins sem birtist í gær. Ljóst er að Andrea mun styrkja liðið mikið.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner