Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. maí 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sambia búinn að ná fullum bata - Byrjar að æfa í júní
Sambia á 75 deildarleiki að baki fyrir Montpellier á þremur tímabilum.
Sambia á 75 deildarleiki að baki fyrir Montpellier á þremur tímabilum.
Mynd: Getty Images
Junior Sambia, miðjumaður Montpellier sem þurfti að leiða í dá eftir að hann fékk kórónuveiruna, er búinn að ná fullum bata og mun mæta til æfinga með liðsfélögum sínum þegar franska undirbúningstímabilið fer af stað í lok júní.

Franska deildin var blásin af og endaði Montpellier í áttunda sæti, aðeins einu stigi frá sæti í Evrópudeildinni. Sambia er eini atvinnumaðurinn í knattspyrnu sem hefur lent illa í kórónuveirunni hingað til en hann er aðeins 23 ára gamall.

Sambia var í lífshættu og eftir að hann vaknaði úr dái voru miklar efasemdir uppi um að hann gæti spilað fótbolta aftur á árinu. Hann hefur hins vegar náð ótrúlegum bata og finnur ekki fyrir neinum áhrifum eftir smitið, öfugt við marga aðra sem þurftu að fara uppá spítala.

Flestir sem lenda illa í kórónuveirunni finna fyrir mikilli þreytu eftirá og þurfa langan tíma til að jafna sig. Það á ekki við um Sambia.

„Junior líður mjög vel. Hann mun snúa aftur til æfinga með leikmannahópnum 22. júní. Við munum þó þurfa að fylgjast náið með honum. Hann hefur náð ótrúlegum bata," sagði René Raimondi, liðslæknir Montpellier, í spjallvarpsþættinum 100% Paillade.

Sjá einnig
Leikmaður Montpellier á gjörgæslu útaf kórónuveirunni
Junior Sambia vakinn úr dái - Getur andað án vélar
Junior Sambia úr lífshættu - Fær að fara heim
Athugasemdir
banner
banner