Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 21. maí 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wagner: Eigum ekki efni á Jonjoe Kenny
Kenny á 56 leiki að baki fyrir yngri landslið Englands.
Kenny á 56 leiki að baki fyrir yngri landslið Englands.
Mynd: Getty Images
David Wagner, þjálfari Schalke, hefur miklar mætur á hægri bakverðinum Jonjoe Kenny sem er hjá Schalke að láni frá Everton.

Kenny hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Schalke sem er að berjast um sæti í Evrópu og er búinn að spila alla leiki liðsins á tímabilinu nema þrjá þegar hann meiddist í lok janúar.

Wagner viðurkennir að þó hann langi til að festa kaup á Kenny sé afar ólíklegt að félagið sé í fjárhagslegri stöðu til að ljúka þeim félagaskiptum.

„Við viljum kaupa hann en það lítur allt út fyrir að við munum ekki eiga efni á því," sagði Wagner við Sky Germany.

Kenny er samningsbundinn Everton til 2022. Hann er 23 ára gamall og mun berjast við Seamus Coleman um byrjunarliðssæti þegar hann fer aftur til Everton.

Kenny er metinn á tæplega 10 milljónir evra en virði hans gæti skotist upp ef hann stendur sig vel á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner