Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   fös 21. maí 2021 21:56
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Óskar Hrafn: Mikill heiður fyrir Gísla og félagið
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sáttur með spilamennskuna og sáttur með orkuna sem við löggðum í leikinn sérstaklega varnarlega, það er nú það sem stendur upp úr og í frammhaldinu einhvern veginn gerast góðir hlutir þegar mikil orka er lögð í varnarleikinn að þá kemur hitt og það gerði það svo sannarlega í dag," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks sáttur í leikslok eftir 4-0 sigur á Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Stjarnan

Óskar Hrafn hefur verið að gera margar breytingar á milli leikja í upphafi móts og gerði hann fjórar breytingar á liði sínu frá síðasta leik gegn Víking Reykjavík.

„Við höfum róteirað dálítið. Við erum með stóran og breiðan hóp og erum með marga leikmenn sem hafa unnið fyrir því að spila í þessari deild og auðvitað er spilað mjög þétt þannig það er hluti af ástæðunni og svo koma hnjask þannig ég mundi halda að þetta væri eðlileg álagsstýring."

Thomas Mikkelsen fór meiddur af velli snemma leiks og talar Óskar um að hann hafi fengið högg á náran.

„Mér sýnist eins og hann hafi meiðst á nára, hversu alvarlegt það er verður bara koma í ljós en akkúrat núna lítur það ekkert sérstaklega út."

Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks var í dag valinn í A landslið karla fyrir komandi vináttuleiki í Júní.

„Það er frábært. Mikill heiður fyrir Gísla og félagið að eiga A-landsliðsmann þetta er sama og Höskuldur Gunnlaugsson í fyrra þannig við gleðjumst yfir því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Óskar ræðir um Sölva Snæ og framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner