Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 21. maí 2021 21:56
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Óskar Hrafn: Mikill heiður fyrir Gísla og félagið
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sáttur með spilamennskuna og sáttur með orkuna sem við löggðum í leikinn sérstaklega varnarlega, það er nú það sem stendur upp úr og í frammhaldinu einhvern veginn gerast góðir hlutir þegar mikil orka er lögð í varnarleikinn að þá kemur hitt og það gerði það svo sannarlega í dag," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks sáttur í leikslok eftir 4-0 sigur á Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Stjarnan

Óskar Hrafn hefur verið að gera margar breytingar á milli leikja í upphafi móts og gerði hann fjórar breytingar á liði sínu frá síðasta leik gegn Víking Reykjavík.

„Við höfum róteirað dálítið. Við erum með stóran og breiðan hóp og erum með marga leikmenn sem hafa unnið fyrir því að spila í þessari deild og auðvitað er spilað mjög þétt þannig það er hluti af ástæðunni og svo koma hnjask þannig ég mundi halda að þetta væri eðlileg álagsstýring."

Thomas Mikkelsen fór meiddur af velli snemma leiks og talar Óskar um að hann hafi fengið högg á náran.

„Mér sýnist eins og hann hafi meiðst á nára, hversu alvarlegt það er verður bara koma í ljós en akkúrat núna lítur það ekkert sérstaklega út."

Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks var í dag valinn í A landslið karla fyrir komandi vináttuleiki í Júní.

„Það er frábært. Mikill heiður fyrir Gísla og félagið að eiga A-landsliðsmann þetta er sama og Höskuldur Gunnlaugsson í fyrra þannig við gleðjumst yfir því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Óskar ræðir um Sölva Snæ og framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner