Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. maí 2022 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Er Benzema fúll út í Mbappe? - Birtir mynd af Tupac og manninum sem 'sveik' hann
Karim Benzema og Kylian Mbappe verða ekki liðsfélagar hjá Real Madrid
Karim Benzema og Kylian Mbappe verða ekki liðsfélagar hjá Real Madrid
Mynd: EPA
Karim Benzema, framherji Real Madrid og samherji Kylian Mbappe, birti mynd á Instagram sem franskir og spænskir blaðamenn virðast hafa túlkað á rangan hátt en þeir gefa í skyn að hann sé verulega ósáttur við Mbappe.

Mbappe ákvað að framlengja samning sinn við Paris Saint-Germain til næstu þriggja ára í stað þess að semja við Real Madrid en það stefndi allt í að hann myndi fara til Spánar þangað fyrir nokkrum dögum.

PSG hækkaði boð sitt og gaf Mbappe meiri völd og var það nóg til að sannfæra franska sóknarmanninn.

Benzema, sem er að eiga sitt besta tímabil með Real Madrid, er ekki sáttur við landa sinn og birtir í kvöld skilaboð sem fjölmiðlar hafa að öllum líkindum túlkað á rangan hátt til að krydda hlutina.

Framherjinn birtir mynd af bandaríska rapparanum Tupac og með honum á myndinni er leikarinn, Stephen Baldwin. Fyrir aftan Tupac er General Steele, sem var hluti af Smif N Wessun. Frönsku og spænsku blaðamennirnir segja að hann hafi svikið Tupac en það eru engin haldbær sönnunargögn fyrir því.

Twitter-notandinn, TeamBenzema695, sendir framherjanum reglulega myndir af Tupac þar sem hann hefur mikinn áhuga á rapparanum og öllu sem honum við kemur og birti skilaboð sem sýnir að hann hafi fengið myndina senda.

Það er líklegra að tímasetningin á færslu Benzema hafi verið óheppileg og því hafi menn reynt að tengja dauða Tupac og 'svikarann' við Mbappe-söguna. Hádramatískt.




Athugasemdir
banner
banner