Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 21. júní 2019 08:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staða markvarða í vítaspyrnum ekki skoðuð með VAR í úrvalsdeildinni
BBC greindi frá því í gær að VAR verði ekki notað til þess að skoða stöðu markvarða í vítaspyrnum í ensku úrvalsdeildinni.

Þrjár vítaspyrnur hafa verið endurteknar á HM kvenna í Frakklandi vegna þess að markvörðurinn hefur tekið báða fætur af marklínunni þegar vítaspyrnan er tekin.

VAR verður notað í fyrsta skiptið í úrvalsdeildinni á komandi leiktíð og verður það einungis dómari leiksins sem mun geta dæmt um það hvort eigi að endurtaka spyrnuna eða ekki.



Athugasemdir