Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 21. júní 2021 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fannst það einhver sexý saga að láta Sölva spila"
Sölvi Geir fékk rautt í fyrra.
Sölvi Geir fékk rautt í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður að því eftir jafnteflið gegn KR í kvöld af hverju hann hefði ákveðið að byrja með þriggja manna varnarlínu.

Víkingur byrjaði með þrjá miðverði; Halldór Smára Sigurðarson, Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen.

„Mér fannst það einhver sexý saga, miðað við hvernig leikurinn var í fyrra að láta Sölva spila. Hann stóð sig hrikalega vel," sagði Arnar.

Í leik KR og Víkings í fyrra fengu allir þrír miðverðir Víkinga í þeim leik - þeir sömu í kvöld - að líta rauða spjaldið.

„Við enduðum með 11 menn inn á vellinum, þannig að það var töluverð bæting," sagði Arnar léttur, spurður að því hvort hann hefði séð mikla bætingu frá leiknum eftirminnilega í fyrra gegn KR-ingum.

Hægt er að sjá allt viðtalið við hann hér að neðan.
Arnar Gunnlaugs: KR átti skilið að jafna leikinn
Athugasemdir
banner