Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 21. júní 2021 11:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jason Daði fékk að fara heim af sjúkrahúsi í gærkvöldi
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það átti sér stað óhugnanlegt atvik í leik Breiðabliks og FH í Pepsi Max-deildinni í gær.

Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, lagðist í grasið og var færður í læsta hliðarlegu. Hringt var í sjúkrabíl og var kallað eftir lækni úr stúkunni.

„Það sem sást í útsendingunni var að Jason Daði var að skokka til baka eftir að hafa misst boltann og svo hægir hann á sér og virðist vera að missa andann eða finnur fyrir einhverskonar eymslum í brjóstkassanum og svo leggst hann bara niður og þurfti svo aðstoð."

„Það er eiginlega lygilegt að einhvað svona sé að gerast miðað við það sem gerðist á Parken þegar C. Eriksen hneig niður, það er grafarþögn á Kópavogsvelli,"
skrifaði Arnar Laufdal Arnarsson, í textalýsingu frá leiknum.

Fótbolti.net hafði samband við Jason í dag og var leikmaðurinn nokkuð brattur.

„Ég er ágætur, það er ekki komið í ljós hvað gerðist. Ég fer í fleiri rannsóknir í vikunni. Ég fékk að fara heim í gærkvöldi," sagði Jason við Fótbolta.net.

Jason ræddi einnig við Vísi um atvikið.

„Ég átti bara erfitt með andardrátt og var illt í hausnum. Sjúkraþjálfarinn kom til mín, hjálpaði mér í gegnum þetta og það er allt í góðu núna. Ég fór í myndatöku og það er allt í góðu með hjartað. Ég fékk hausverk og svima en get rosa lítið sagt hvað gerðist," sagði Jason við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner