mán 21. júní 2021 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Dramatík undir lokin í Reykjavíkurslag
Kristján Flóki jafnaði í lokin.
Kristján Flóki jafnaði í lokin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 1 - 1 KR
1-0 Nikolaj Andreas Hansen ('10 )
1-1 Kristján Flóki Finnbogason ('91 )
Lestu nánar um leikinn

Það var dramatík þegar Víkingur og KR áttust við í Reykjavíkurslag í Víkinni í kvöld.

Víkingur er áfram eina taplausa lið Pepsi Max-deildarinnar.

Víkingar hafa verið frábærir í sumar og þeir byrjuðu mun betur í kvöld. Eftir tíu mínútna leik kom fyrsta markið. „Karl Friðleifur nær að halda bolta inn á úti á hægri vængnum, finnur Helga inn á teignum. Helgi nær að snúa, sendir boltann fyrir og finnur Nikolaj inn á markteig KR. Nikolaj kemur boltanum yfir línuna og skorar sitt áttunda mark í sumar!" skrifaði Sæbjörn Þór Steinke í beinni textalýsingu er Víkingur skoraði

Nikolaj Hansen hefur heldur betur reimað á sig markaskóna í sumar og hann er ekkert að fara úr þeim. Hann er búinn að skora átta mörk í níu leikjum og er markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar.

Þegar líða fór á seinni hálfleikinn, þá fór KR að pressa meira og undir lokin tókst þeim að jafna metin. Á 91. mínútu skoraði Kristján Flóki Finnbogason jöfnunarmarkið. „Kristinn Jónsson með fyrirgjöf út í teiginn og Flóki skaut í fyrsta. Skotið af slánni, í jörðina og í netið!!!!"

Lokatölur 1-1 á Víkingsvelli. Víkingur er í öðru sæti, þremur stigum frá toppliði Vals. KR er í fimmta sæti, fjórum stigum frá Víkingi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner