Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   fös 21. júní 2024 18:24
Ívan Guðjón Baldursson
Viðar Ari í sigurliði - Júlíus og Hilmir töpuðu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það fóru æfingaleikir fram í Noregi í dag þar sem Íslendingar voru í byrjunarliðum.

Viðar Ari Jónsson var í sigurliði HamKam sem vann 3-2 gegn KFUM Oslo. Staðan var 3-0 í leikhlé en KFUM átti góðan seinni hálfleik.

Þá var Júlíus Magnússon í tapliði Fredrikstad, sem tapaði 4-2 gegn Sandefjord. Júlíus spilaði fyrstu 73 mínúturnar og var skipt útaf í stöðunni 2-1.

Að lokum var Hilmir Rafn Mikaelsson í byrjunarliði Kristiansund sem steinlá gegn Brann, lokatölur 5-0.

HamKam 3 - 2 KFUM Oslo

Sandefjord 4 - 2 Fredrikstad

Brann 5 - 0 Kristiansund

Athugasemdir
banner
banner
banner