Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. júlí 2018 13:01
Ívan Guðjón Baldursson
Kristrún Rut til Roma (Staðfest)
Mynd: Selfoss
Kristrún Rut Antonsdóttir mun spila með AS Roma í efstu deild ítalska boltans á komandi tímabili.

Þetta er fyrsta tímabilið sem AS Roma mætir til leiks með kvennalið. Félagið keypti sæti RES Roma í efstu deildinni og byrjar því í Serie A.

Kristrún þekkir til ítalska boltans eftir dvöl sína hjá Chieti, sem endaði í fjórða sæti D-riðils B-deildarinnar á síðasta tímabili.

Kristrún gerði mjög góða hluti með Chieti og er núna komin í sterkt lið Roma sem stefnir á að halda sér uppi í efstu deild á sínu fyrsta tímabili.

Roma var að kynna leikmannahópinn fyrir komandi tímabil og er Kristrún skráð sem einn af fimm miðjumönnum.

Kristrún er búin að spila sjö leiki með Selfoss í Pepsi-deild kvenna í sumar og tvo í Mjólkurbikarnum. Hún skoraði níu mörk í sextán leikjum í 1. deildinni í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner