Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. júlí 2021 11:14
Elvar Geir Magnússon
Ólympíuleikarnir: 44 leikja hrinu Bandaríkjanna án ósigurs lauk gegn Svíþjóð
Vlatko Andonovski þjálfari Bandaríkjanna og leikmenn hans eftir leik.
Vlatko Andonovski þjálfari Bandaríkjanna og leikmenn hans eftir leik.
Mynd: EPA
Sænska kvennalandsliðið vann óvæntan 3-0 stórsigur gegn Bandaríkjunum í opnunarleik Ólympíuleikanna í Tókýó.

Sóknarmaðurinn Stina Blackstenius skoraði tvívegis í fyrri hálfleik áður en varamaðurinn Lina Hurtig skallaði inn þriðja marki Svíþjóðar þegar 20 mínútur voru eftir.

Bandaríska liðið, sem er ríkjandi heimsmeistari, var ósigrað í 44 leikjum í röð þegar það mætti á Ólympíuleikana.

Brasilía rúllaði yfir Kína 5-0 þar sem Marta skoraði tvö mörk. Alls hefur hún skorað tólf mörk á Ólympíuleikunum.

Lið Bretlands byrjaði á sigri en tvö mörk frá Ellen White tryggðu nokkuð þægilegan 2-0 sigur gegn Síle.
Athugasemdir
banner
banner
banner