Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. júlí 2021 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir frá augnablikinu þegar hann sá að Birkir mun aldrei gefast upp
Birkir Már Sævarsson
Birkir Már Sævarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted
Alfons Sampsted
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Alfons Sampsted og Birkir Már Sævarsson eru hægri bakverðir íslenska landsliðsins. Þeir mætast í Sambandsdeildinni á fimmtudag þegar Valur og Bodö/Glimt mætast í fyrri leik liðanna í Sambandsdeildinni. Um er að ræða einvígi í 2. umferð í forkeppni deildarinnar.

Fótbolti.net ræddi við Alfons í gær og spurði hann sérstaklega út í Birki Má.

Sjá einnig:
Landsliðsbakverðir mætast - „Mun aldrei segja að neinn sé betri en Birkir"
Fá ráð frá Alfons hvernig best sé að skora á Hannes og sækja á Birki

Er Birkir mikil fyrirmynd?

„Já, hann er það og hefur verið það undanfarin ár fyrir mig. Hann hefur gert frábæra hluti í landsliðinu og er þessi bakvörður sem þú getur alltaf treyst á. Hann er með þannig leikstíl að hann mun alltaf skila sínu og hefur verið að spila á háu leveli. Ég hef horft til hans lengi, löngu áður en ég hitti hann svo í landsliðinu," sagði Alfons.

Hann rifjar upp augnablik frá því þegar Birkir var í Hammarby í Svíþjóð.

„Ég man alltaf eftir því þegar Norrköping og Hammarby mættust í fyrsta deildarleiknum í Svíþjóð, fjögur ár síðan held ég. Það var komið í uppbótartíma og nokkurn vegin allir búnir að gefast upp í Hammarby. Við [Alfons var þá á mála hjá Norrköping] vorum minnir mig 2-1 yfir og þá fær Birkir boltann og gefur í."

„Hann keyrir upp kantinn, sýnir frumkvæði og ætlaði ekki að játa sig sigraðan. Á því augnabliki hugsaði ég að þetta væri sigurvegari, hann gerir allt fyrir liðið og mun aldrei gefast upp. Þú veist að hann mun gera allt fyrir liðið allan tímann og það er eitthvað sem ég ákvað að taka til mín þegar ég sá þetta. Það hafði enginn trú á því að Hammarby gæti jafnað nema hann og hann ætlaði að græja þetta,”
sagði Alfons.
Athugasemdir
banner
banner
banner