Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. júlí 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Landsliðsbakverðir mætast - „Mun aldrei segja að neinn sé betri en Birkir"
Birkir Már
Birkir Már
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, var til viðtals hér á Fótbolta.net í dag. Hann var spurður út í komandi verkefni gegn norska félaginu Bodö/Glimt í Sambandsdeildinni.

Fyrri leikur liðanna fer fram á Origo vellinum á fimmtudag og seinni leikurinn í Noregi á fimmtudag eftir viku.

Sjá einnig:
Hannes að mæta sínum gömlu félögum: Stórt og mikilvægt tímabil á mínum ferli

Í liði Bodö/Glimt er Alfons Sampsted sem leikur með Hannesi í landsliðinu. Alfons er í samkeppni í landsliðinu við Birkir Má Sævarsson sem er einmitt samherji Hannesar hjá Val.

Fréttaritari spurði Hannes hvor væri betri, Alfons eða Birkir. Hannes hló áður en hann svaraði spurningunni.

„Ég er einn stærsti aðdáandi Birkis sem þú finnur á landinu þannig að ég mun aldrei segja að neinn sé betri en Birkir.”

Er öðruvísi að mæta Íslendingaliði?

„Ég veit það ekki, það er bara skemmtilegt. Gaman að það sé Íslendingur í hinu liðin en það breytir engu fyrir okkur,” sagði Hannes.
Athugasemdir
banner
banner