Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
banner
   mið 21. ágúst 2019 20:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni Jó: Okkar langheilsteyptasti leikur í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var okkar langheilsteyptasti leikur í sumar. Við vorum mjög ferskir sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við lögðum grunninn að þessum flotta sigri í dag," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra, eftir 0-3 útisigur sinna manna á ÍR í 2. deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 0 - 3 Vestri

„Staða okkar í deildinni er þannig að á þessum tímapunkti verða allir menn að eiga toppleik. Þróunin á liðinu er batnandi og maður er ánægður með það."

Vestri leiddi með tveimur mörkum í hálfleik og lágu Vestramenn til baka að mestu í seinni hálfleik. Þriðja mark Vestra kom eftir mistök hjá markverði ÍR.

„Í seinni hálfleik var þetta "powerplay" leikur. Þeir spiluðu háum boltum á "strikerinn" og reyndu að vinna seinni boltann. Það var ekkert annað að gera en að reyna verjast og reyna að ná hraðaupphlaupum og í þriðja markinu datt þetta með okkur.

Vestri er í fínni stöðu í 2. sæti 2. deildar og stefnan er því sett upp.

„Annað væri fáránlegt og ég vona að við getum staðið í lappirnar það sem eftir er mótsins, sagði Bjarni að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner