Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 21. ágúst 2024 22:01
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: KR á toppinn
Kvenaboltinn
Anna María Bergþórsdóttir skoraði fyrra mark KR
Anna María Bergþórsdóttir skoraði fyrra mark KR
Mynd: Mummi Lú
ÍH 0 - 2 KR
0-1 Anna María Bergþórsdóttir ('66 )
0-2 Katla Guðmundsdóttir ('87 )

KR er komið í efsta sæti A-úrslita 2. deildar kvenna eftir að hafa unnið 2-0 sigur á ÍH í Skessunni í kvöld.

Gestirnir í KR skoruðu bæði mörk sín í síðari hálfleiknum. Anna María Bergþórsdóttir skoraði fyrra markið á 66. mínútu og þá gerði Katla Guðmundsdóttir seinna markið undir lok leiks.

KR-ingar fara aftur upp í efsta sætið með 36 stig, einu stigi meira en Haukar sem sitja í öðru sæti. Haukar eiga leik til góða og geta endurhæmt toppsætið er liðið mætir Einherja á sunnudag.

ÍH er á meðan í neðsta sæti í A-úrslitum með 23 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir