Spænski vinstri bakvörðurinn Alex Moreno skrifaði í kvöld undir eins árs lánssamning hjá enska félaginu Nottingham Forest en hann kemur til félagsins frá Aston Villa.
Forest og Villa náðu samkomulagi um Moreno um helgina, en hann hélt í læknisskoðun í gær áður en hann skrifaði undir samninginn.
Moreno, sem er 31 árs gamall, átti ekki leið inn í lið Aston Villa, en Unai Emery, stjóri félagsins, tjáði honum að þeir Lucas Digne og Ian Maatsen væru á undan honum í goggunarröðinni.
Bakvörðurinn var ekki lengi að finna sér nýtt félag en hann kemur til Forest á láni út tímabilið og verða skiptin síðan gerð varanleg á næsta ári.
Álex announced ? pic.twitter.com/vcXT8Ed1r1
— Nottingham Forest (@NFFC) August 21, 2024
Athugasemdir


