Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   mið 21. ágúst 2024 15:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsheimilinu
Arnar Gunnlaugs: Það blindar aðeins fótboltaáhugamanninn
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur mætir Santa Coloma frá Andorra í fyrri leik liðanna í umspili í forkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun.
Víkingur mætir Santa Coloma frá Andorra í fyrri leik liðanna í umspili í forkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar gætu mætt Chelsea ef þeir komast í gegnum Santa Coloma.
Víkingar gætu mætt Chelsea ef þeir komast í gegnum Santa Coloma.
Mynd: EPA
Arnar er spenntur fyrir leiknum á morgun.
Arnar er spenntur fyrir leiknum á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum mjög öfundsjúkir út í Blikana þegar þeir komust í riðlakeppnina í fyrra. Mér fannst það frábær árangur í fyrra en mér finnst hann enn merkilegri í ár. Þetta eru erfiðir leikir og erfitt að vera á öll vígstöðum að standa sig. Þetta tekur andlega og líkamlega á," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Fótbolta.net.

„Núna erum við í sömu sporum og þeir voru, að reyna að takast á við þetta verkefni að komast áfram. Það eru allir tilbúnir í þetta og okkur hefur dreymt um þetta lengi."

Víkingur mun á morgun leika fyrri leik sinn gegn Santa Coloma frá Andorra í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Ég held að þetta sé mjög spennandi lið að takast á við. Þeir hafa náð fínum úrslitum og fóru í gegnum erfiða andstæðinga, meistarana frá Kosóvó. Þeir töpuðu illa í síðasta leik gegn liði frá Lettlandi en það blindar aðeins fótboltaáhugamanninn. Sá leikur gefur enga raunhæfa mynd af getu þeirra. Þetta er lið sem kann sitt fag en mér líður þannig að ef við eigum tvo toppleiki, þá eigum við virkilega góðan möguleika."

Santa Coloma tapaði samanlagt 9-0 gegn Riga frá Lettlandi í síðustu umferð. Hvað gerðist þar?

„Þeir töpuðu fyrri leiknum 2-0 á heimavelli og í svona bikarleikjum skiptir engu máli hvort þú tapir 1-0 eða 10-0 í seinni leiknum. Þeir þurftu að sækja sem hentar þeim illa og við það opnast verulega. Þeir fengu á sig tvö eða þrjú mörk snemma og þá var ákveðin uppgjöf í gangi. Ég held að það hafi gerst frekar en að þeir hafi verið mikið slakari en Riga fyrirfram."

„Ég held að við höfum verið heppnir með drátt á þessu stigi keppninnar. Ef einhver hefði sagt við mig að við færum í úrslitaleiki við lið frá Andorru, þá hefði ég örugglega tekið því með fullri virðingu. Ég átti ekki von á að lið frá Andorra myndi komast svona langt en svo ferðu að horfa á þetta lið og þá sérðu ýmislegt í þeirra leik sem gerir það að verkum að þeir áttu skilið að komast svona langt. Við berum mikla virðingu fyrir því sem þeir hafa gert og mætum til leiks með 100 prósent einbeitingu," segir Arnar.

Gjaldkerinn yrði virkilega ánægður líka
Víkingar geta svo sannarlega leyft sér að dreyma um að verða annað íslenska liðið til að komast á aðalstig Sambandsdeildarinnar og verða fyrsta íslenska liðið til að taka þátt í nýju fyrirkomulagi. Það er spennandi tilhugsun því mögulegir mótherjar eru félög á borð við Chelsea frá Englandi og Fiorentina frá Ítalíu.

„Já, og gjaldkerinn yrði virkilega ánægður líka. Það er mikið undir í þessum tveimur leikjum. Við þurfum ekkert að tala í kringum það neitt. Það er bara staðreynd og við þurfum að takast á við það. Við þurfum að standast pressuna sem fylgir þessu. Ég ætla ekki að segja að framtíð félagsins sé að veði en framtíð félagsins verður klárlega bjartari ef við komumst áfram."

„Þetta nýja fyrirkomulag, þessi deildarkeppni... Sambandsdeildin hefur verið algjör hittari í mínum augum, bara geggjuð keppni. Ein glæran á fundinum áðan snerist um að við gætum verið að mæta Chelsea á Stamford Bridge og tveimur vikum seinna gætum við fengið Fiorentina á heimavelli eða FC Kaupmannahöfn. Þetta er geggjað fyrirkomulag sem okkur langar virkilega að takast á við," segir þjálfarinn en hann sagði í viðtalinu að hann væri helst til í að fá Chelsea á útivelli í desember ef út í það væri farið.

„En það er fókus á liðið frá Andorra á morgun og næsta fimmtudag," sagði hann jafnframt.

Þjálfarinn segir stöðuna góða á leikmannahópnum en allt viðtalið er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner