Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa, hefur framlengt samning sinn við félagið og er nú samningsbundinn því til sumarsins 2029.
Martínez sagði frá tíðindunum fyrir fram stuðningsmenn á Villa Park í dag.
Martínez sagði frá tíðindunum fyrir fram stuðningsmenn á Villa Park í dag.
„Þetta félag er að taka skref fram á við á hverju einasta ári og mér finnst við geta unnið titil hérna."
„Ég varð bestur í heimi þegar ég var hér hjá þessu félagi," sagði Martínez.
Hann var valinn besti markvörður ársins eftir að Argentína varð heimsmeistari árið 2022. Hann vann svo Copa America í sumar. Hann kom til Aston Villa frá Arsenal fyrir fjórum árum síðan.
Hann er algjör lykilmaður í liði Aston Villa sem hefur gert frábæra hluti undir stjórn Unai Emery. Martínez verður 32 ára í næsta mánuði.
Athugasemdir



