Heimild: Víkurfréttir

Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur í Bestu deild kvenna hefur verið leystur frá störfum. Þetta kemur fram í frétt Víkurfrétta frá í kvöld.
Í fréttinni segir að á fundi stjórnar knattspyrnudeildar Keflavíkur í kvöld hafi verið tekin ákvörðun um að breytinga væri þörf og að samningur Glenn við félagið yrði ekki endurnýjaður. Einnig að ekki yrði óskað eftir frekara vinnuframlagi frá Glenn út samningstímann.
Uppfært 11:55 fimmtudag: Keflavík hefur staðfest tíðindin.
Í fréttinni segir að á fundi stjórnar knattspyrnudeildar Keflavíkur í kvöld hafi verið tekin ákvörðun um að breytinga væri þörf og að samningur Glenn við félagið yrði ekki endurnýjaður. Einnig að ekki yrði óskað eftir frekara vinnuframlagi frá Glenn út samningstímann.
Uppfært 11:55 fimmtudag: Keflavík hefur staðfest tíðindin.
Keflavík er því í þjálfaraleit fyrir lokaátökin í Bestu deild kvenna þar sem liðið vermir botnsætið og á í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir sem verið hefur aðstoðarþjálfari Jonathan Glenn tekur við taumunum til að byrja með á meðan að stjórn leitar að nýjum þjálfara fyrir liðið.
Jonathan Glenn hefur verið þjálfari Keflavíkur í á annað ár og var kynntur sem nýr þjálfari liðsins á lokahófi félagsins árið 2022. Hann hélt liðinu í Bestu deildinni á sínu fyrsta tímabili en gengi liðsins í sumar hefur ekki verið tilefni til bjartsýni.
Keflavík á fyrir höndum útleik gegn Tindastól í lokaumferð hefðbundinar deildarkeppni Bestu deildarinnar næstkomandi sunnudag. Að því loknu tekur við slagur í neðri riðli deildarinnar þar sem fjögur lið munu slást um tvö sæti í deildinni að ári.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir