
Fram 4 - 1 Grótta
1-0 Mackenzie Elyze Smith ('8 )
1-1 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('18 )
2-1 Sara Svanhildur Jóhannsdóttir ('28 )
3-1 Murielle Tiernan ('38 )
4-1 Alda Ólafsdóttir ('78 )
1-0 Mackenzie Elyze Smith ('8 )
1-1 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('18 )
2-1 Sara Svanhildur Jóhannsdóttir ('28 )
3-1 Murielle Tiernan ('38 )
4-1 Alda Ólafsdóttir ('78 )
Fram vann gríðarlega mikilvægan 4-1 sigur á Gróttu í toppbaráttunni í Lengjudeild kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld.
Fram og Grótta eru í baráttu um síðasta lausa sætið sem gefur þátttöku í Bestu deildina fyrir næstu leiktíð.
Heimakonur þurftu nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda spennu í baráttunni. Þetta byrjaði vel hjá Fram. Mackenzie Smith skoraði á 8. mínútu en Seltirningar svöruðu tíu mínútum síðar er Arnfríður Auður Arnarsdóttir setti boltann í net Framara.
Sara Svanhildur Jóhannsdóttir náði að koma Fram aftur í forystu á 28. mínútu og bætti Murielle Tiernan við öðru tíu mínútum síðar.
Alda Ólafsdóttir gerði endanlega út um leikinn með fjórða marki Fram á 78. mínútu.
Magnaður sigur hjá Fram sem er nú í öðru sæti með 28 stig, eins og Grótta, sem er með lakari markatölu. Tvær umferðir eru eftir af deildinni, en Fram á eftir að mæta toppliði FHL og Grindavík á meðan Grótta mætir ÍA og Selfoss.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir