Enska félagið Liverpool hefur áhuga á franska varnarmanninum Mohamed Simakan sem er á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi en Sky í Þýskalandi greinir frá.
Simakan er 24 ára gamall og miðvörður að upplagi en hann getur einnig spilað hægri bakvarðarstöðuna.
Miklar líkur eru á því að þeir Joe Gomez og Sepp van den Berg séu á förum frá Liverpool áður en glugginn lokar og ætlar félagið því að bregðast við með að fá inn að minnsta kosti einn varnarmann inn í hópinn.
Sky í Þýskalandi segir að Simakan sé með efstu mönnum á blaði ef það ákveður að selja þá Gomez og van den Berg.
Simakan er með kaupákvæði í samningi sínum upp á 60 milljónir punda, en það ákvæði tók gildi í sumar.
Varnarmaðurinn hefur spilað fyrir U20 og U21 árs landslið Frakklands.
Athugasemdir



