Manchester United hefur staðfest félagaskipti Facundo Pellistri til Panathinaikos í Grikklandi.
Pellistri, sem lék sinn síðasta leik fyrir United sem varamaður gegn Manchester City í Samfélagsskildinum, fer á um 5 milljónir punda til Grikklands.
United fær þá háa prósentu af næstu sölu Úrúgvæjans og getur keypt hann til baka á næstu þremur árum fyrir ákveðna upphæð.
Pellistri, sem lék sinn síðasta leik fyrir United sem varamaður gegn Manchester City í Samfélagsskildinum, fer á um 5 milljónir punda til Grikklands.
United fær þá háa prósentu af næstu sölu Úrúgvæjans og getur keypt hann til baka á næstu þremur árum fyrir ákveðna upphæð.
Hann kom til United árið 2020 en kom einungis við sögu í 25 leikjum með aðalliðinu á þeim tíma. Núna mun hann spreyta sig í grísku Ofurdeildinni.
Þar verður hann liðsfélagið íslensku landsliðsmannanna Sverris Inga Ingasonar og Harðar Björgvins Magnússonar.
Pellistri er 22 ára og spilar oftast á hægri kantinum. Hann var á láni hjá Granada seinni hluta síðasta tímabils. Næsti leikur Panathinaikos er gegn Lens í forkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun og liðið mætir svo Levadiakos í deildinni á sunnudag.
Facundo Pellistri's move from Man United to Panathinaikos is complete. Permanent deal. Fee is £5.1m with possible £1.7m in add-ons. Buy-back option for three years and 45% sell-on clause.
— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) August 21, 2024
Athugasemdir

