Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 21. ágúst 2024 11:26
Elvar Geir Magnússon
Rugani lánaður til Ajax (Staðfest)
Hollenska félagið Ajax hefur fengið Daniele Rugani, varnarmann Juventus, lánaðan út tímabilið.

Þessi þrítugi leikmaður hefur allan sinn aðaliðsferil verið hjá Juventus en hann lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í ítölsku A-deildinni 2015.

Hann lék tvö ár á láni hjá Empoli og hefur einnig verið lánaður til Rennes og Cagliari.

„Með Rugani fáum við inn leikmann með mikla reynslu úr einni bestu deild Evrópu. Hann er klókur og hávaxinn leikmaður og sterkur í einvígjum," segir Alex Kroes stjórnarmaður Ajax.

Íslenski landsliðsmaðurinn Kristian Hlynsson spilar fyrir Ajax.


Athugasemdir
banner