
Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í norska liðinu Rosenborg eru komnar áfram í undanúrslit norska bikarsins eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Viking í dag.
Landsliðskonan kom aftur til Rosenborg frá þýska félaginu Nürnberg í sumar.
Hún byrjaði á bekknum í bikarslagnum í kvöld en kom inn á sem varamaður þegar hálftími var eftir af leiknum.
Þetta er í fjórða sinn í röð sem Rosenborg kemst í undanúrslit bikarsins.
Á síðasta ári varð liðið bikarmeistari og var Selma Sól einmitt í sigurliðinu áður en hún hélt til Þýskalands.
Rosenborg mætir Roa í undanúrslitum en leikurinn fer fram 28. september.
Videre til semifinale???????? pic.twitter.com/4nMRq3sGjh
— Rosenborg Ballklub Kvinner (@RBKvinner) August 21, 2024
Athugasemdir