Bandaríski milljarðamæringurinn John Textor er í viðræðum við Farhad Moshiri eiganda Everton um yfirtöku á enska félaginu.
Guardian segir að samkomulag færist nær og búist sé við því að það verði í höfn í lok vikunnar.
Guardian segir að samkomulag færist nær og búist sé við því að það verði í höfn í lok vikunnar.
Moshiri hefur gengið erfiðlega að selja Everton, hann var í viðræðum við Friedkin fjölskylduna sem hætti skyndilega við og áður voru viðræður við 777 Partners sem drógust verulega á langinn og runnu svo út í sandinn.
Textor á Eagle Football Group sem á þegar hlut í Lyon, Botafogo, Molenbeek og Crystal Palace. Hann kom til London í gær og ferðaðist til Liverpool í morgun til að hitta Moshiri.
Til að eignast meirihluta í Everton þarf Textor samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar að selja 45% hlut sinn í Crystal Palace. Það gæti aukið flækjustigið en Textor ku hafa hafnað 100 milljóna punda tilboði frá Josh Harris og David Blitzer sem þegar eiga 18% hlut í Palace.
Athugasemdir



