Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Einar Guðna:
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
banner
   lau 21. september 2019 16:47
Helga Katrín Jónsdóttir
Kjartan: Erfitt að missa svona marga leikmenn úr hópnum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Breiðablik vann Fylki örugglega 1:5 í lokaumferð Pepsi-Max deildarinnar. Kjartan, þjálfari Fylkis, var nokkuð sáttur með sumarið hjá sínum stelpum:

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  5 Breiðablik

"Bara ágætis sumar og ætli við höfum ekki verið að standa okkur betur en búist var við. Við náum þarna góðum kafla í sumar en náum svo ekki að halda í við það og kannski svosem ekkert skrítið miðað við hvað við höfum verið að missa úr hópnum."

"Erum kannski svolítið ósátt með að hafa ekki náð að halda þessari sigurtörn lengur en á heildina litið erum við bara sátt með sumarið."

"Við erum með 2 leikmenn í byrjunarliði sem eru í landsliðsverkefni og það munar ágætlega um það, síðan misstum við 5 leikmenn út sem er kannski of stór biti þar sem við erum með fámennan hóp. Þetta er svolítið erfitt."

Fylkir hefur leikið vel í sumar og er líklegt að toppliðin í deildinni vilji næla í nokkra leikmenn þeirra. Verður erfitt fyrir Fylki að halda öllum áfram?

"Það gæti reynst svo en við sjáum bara hvað gerist."

Verður Kjartan áfram með Fylki?

"Já ég stefni að því."

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner