Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   mán 21. september 2020 19:56
Sverrir Örn Einarsson
Daði Bergs: Sýndum allavega smá karakter í seinni hálfleik
Lengjudeildin
Daði Bergsson leikmaður Þróttar
Daði Bergsson leikmaður Þróttar
Mynd: Raggi Óla
Þróttur laut í lægra haldi fyrir Keflavík er liðin mættust á Nettóvellinum í Keflavík í dag en lokatölur urðu 4-2 Keflavík í vil.
Keflavík sem leiddi 3-0 í hálfleik bættu fjórða markinu við eftir um klukkustundarleik áður en Þróttarar minnkuðu munini með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  2 Þróttur R.

„Við sýndum allavega smá karakter í seinni hálfleik að ná að saxa á þetta sem er mjög mikilvægt í þessari fallbaráttu. Ég var frekar ánægður með okkur síðustu tuttugu en við svolítið köstuðum þessu frá okkur í fyrri hálfleik með því að gefa þeim frekar auðveld mörk og gerðum þetta frekar erfitt fyrir okkur sjálfa.“ Sagði Daði Bergsson fyrirliði Þróttar um leik sinna manna í dag.

Eins og áður sagði má segja að Þróttur hafi gefið heimamönnum helst til auðveld mörk í fyrri hálfleik sem getur reynst rándýrt fyrir lið eins og Þrótt sem á í harðri fallbaráttu.

„Það er miög dýrt, sérstaklega á móti svona góðu liði eins og Keflavík. En þeir hefðu getað skorað fleiri mörk og maður verður bara að hrósa Franko fyrir frammistöðu hans í dag. Hann var hrikalega góður og varði alveg og varði mikilvægt víti.“

Mörkin tvö sem Þróttur skoraði gætu reynst mikilvæg er upp er staðið þar sem fallbaráttan er hörð og gæti allt eins ráðist á markatölu er til loka verður flautað.

„Þetta var einmitt rætt í hálfleik að reyna að bæta markatöluna, ná smá damage control og þess vegna eru þessi tvö mörk gríðarlega mikilvæg upp á það gera. En þessi fallbarátta verður örugglega jöfn fram í síðasta leik og getur markatalan skipt sköpum.“

Sagði Daði Bergsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir