Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mán 21. september 2020 19:56
Sverrir Örn Einarsson
Daði Bergs: Sýndum allavega smá karakter í seinni hálfleik
Lengjudeildin
Daði Bergsson leikmaður Þróttar
Daði Bergsson leikmaður Þróttar
Mynd: Raggi Óla
Þróttur laut í lægra haldi fyrir Keflavík er liðin mættust á Nettóvellinum í Keflavík í dag en lokatölur urðu 4-2 Keflavík í vil.
Keflavík sem leiddi 3-0 í hálfleik bættu fjórða markinu við eftir um klukkustundarleik áður en Þróttarar minnkuðu munini með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  2 Þróttur R.

„Við sýndum allavega smá karakter í seinni hálfleik að ná að saxa á þetta sem er mjög mikilvægt í þessari fallbaráttu. Ég var frekar ánægður með okkur síðustu tuttugu en við svolítið köstuðum þessu frá okkur í fyrri hálfleik með því að gefa þeim frekar auðveld mörk og gerðum þetta frekar erfitt fyrir okkur sjálfa.“ Sagði Daði Bergsson fyrirliði Þróttar um leik sinna manna í dag.

Eins og áður sagði má segja að Þróttur hafi gefið heimamönnum helst til auðveld mörk í fyrri hálfleik sem getur reynst rándýrt fyrir lið eins og Þrótt sem á í harðri fallbaráttu.

„Það er miög dýrt, sérstaklega á móti svona góðu liði eins og Keflavík. En þeir hefðu getað skorað fleiri mörk og maður verður bara að hrósa Franko fyrir frammistöðu hans í dag. Hann var hrikalega góður og varði alveg og varði mikilvægt víti.“

Mörkin tvö sem Þróttur skoraði gætu reynst mikilvæg er upp er staðið þar sem fallbaráttan er hörð og gæti allt eins ráðist á markatölu er til loka verður flautað.

„Þetta var einmitt rætt í hálfleik að reyna að bæta markatöluna, ná smá damage control og þess vegna eru þessi tvö mörk gríðarlega mikilvæg upp á það gera. En þessi fallbarátta verður örugglega jöfn fram í síðasta leik og getur markatalan skipt sköpum.“

Sagði Daði Bergsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner