Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 21. september 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool ætlar ekki að kaupa fleiri leikmenn
Liverpool mun ekki kaupa fleiri leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 5. október.

James Pearce hjá The Athletic greinir frá þessu í dag en hann er gríðarlega vel tengdur hjá ensku meisturunum.

Liverpool keypti miðjumanninn Thiago Alcantara frá Bayern Munchen á tuttugu milljónir punda á föstudag og á laugardag keypti félagið kantmanninn DIogo Jota frá Wolves á 40 milljónir punda.

Fyrr í sumar keypti Liverpool einnig vinstri bakvörðinn Kostas Tsimikas frá Olympiakos.

Miðverðir hafa verið orðaðir við Liverpool í sumar eftir að Dejan Lovren var seldur. Miðjumaðurinn Fabinho spilaði frábærlega í miðverði í gær í fjarveru Joe Gomez og Joel Matip og Liverpool ku ekki ætla að kaupa miðvörð áður en glugginn lokar.
Athugasemdir
banner