Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   mán 21. september 2020 22:14
Baldvin Már Borgarsson
Óskar Örn: Ætla ekki að ljóstra upp leyndarmálum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR var sáttur með sigurinn gegn Breiðablik á Kópavogsvelli fyrr í kvöld. KR-ingar komu sér uppfyrir Blika í Pepsi Max deild karla með sigrinum.

Óskar setti met með því að spila þennan leik í kvöld en hann hefur spilað 322 leiki í efstu deild karla, meira en allir aðrir hafa afrekað.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  2 KR

„Ég er virkilega stoltur af þessu meti, en það er kannski eitthvað sem maður horfir meira í þegar maður lítur til baka eftir ferilinn en akkurat núna er ég bara stoltur.''

„Það er aldrei að vita nema að maður fari bara í 400-500 leiki.''


Að leiknum, hvernig fannst Óskari leikurinn?

„Ég ætla ekki að ljóstra upp einhverjum leyndarmálum en mér fannst við bara með ágætis tök á leiknum, hefðum getað refsað þeim mögulega oftar og betur en virkilega góður 2-0 sigur.''

Óskar var ansi nálægt því að skora þegar Viktor Örn skorar sjálfsmark, vill hann fá markið skráð á sig?

„Ég myndi vilja það en ég held að það muni sjást að þetta var því miður sjálfsmark, ég var of lengi að taka ákvörðun þarna en hann (Viktor Örn) bara gerði þetta fyrir mig.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Óskar meðal annars evrópuleikinn og áfallið að detta úr leik ásamt mikilvægi þess að ná evrópusæti í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner