Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   mán 21. september 2020 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Palli Gísla: Ógeðslega svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórsara, ræddi við Fótbolta.net eftir 2-2 jafnteflið við ÍBV á Hásteinsvelli í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Þór

Veðuraðstæður í Vestmannaeyjum setti svip á leikinn en bæði lið fengu öflug færi. Eyjamenn komust tvívegis yfir í leiknum en Þórsarar komu til baka og jöfnuðu.

Þá spilaði ÍBV manni færri síðustu mínúturnar eftir að Halldór Páll Geirsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu á Alvaro Montejo en náðu ekki að kreista inn öðru marki og lokatölur því 2-2.

„Ógeðslega svekktur. Ég vildi fá þessi þrjú stig og það er ekkert sjálfgefið að koma til Vestmannaeyja og fá þau. Mér fannst við spila töluvert betur en ÍBV í dag. Klárlega rændir vítaspyrnu. Þessar stóru ákvarðanir voru ótrúlega dýrar fyrir okkur og svekktur að fá ekki meira en eitt stig úr þessum leik," sagði Páll Viðar.

„Mér fannst Þórsliðið spila betur en ÍBV í dag bæði með vindinn í bakið og fangið. Þeir skora kolólöglegt mark og það sáu allir að það var brot. Það var sárt en við vissum að við vorum ekki að fara að gefast upp með vindinn í bakið. Maður virðir stig að koma til Vestmannaeyja."

Þórsarar eru í fimmta sæti með 27 stig en Páll Viðar er ekki að spá í toppbaráttunni. Hann vill fá fimmtán stig úr síðustu fimm leikjunum.

„Það er að ná í fimmtán stig og það er stefnan. Þó við förum heim með eitt stig þá eru það tvö töpuð stig. Við erum ekkert að velta okkur upp úr því og höfum kannski gert of mikið af því. Við settumst niður og ákváðum að hætta að horfa á töfluna því þetta er ekki eingöngu undir okkur komið;" sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner