Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 21. september 2020 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Palli Gísla: Ógeðslega svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórsara, ræddi við Fótbolta.net eftir 2-2 jafnteflið við ÍBV á Hásteinsvelli í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Þór

Veðuraðstæður í Vestmannaeyjum setti svip á leikinn en bæði lið fengu öflug færi. Eyjamenn komust tvívegis yfir í leiknum en Þórsarar komu til baka og jöfnuðu.

Þá spilaði ÍBV manni færri síðustu mínúturnar eftir að Halldór Páll Geirsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir tæklingu á Alvaro Montejo en náðu ekki að kreista inn öðru marki og lokatölur því 2-2.

„Ógeðslega svekktur. Ég vildi fá þessi þrjú stig og það er ekkert sjálfgefið að koma til Vestmannaeyja og fá þau. Mér fannst við spila töluvert betur en ÍBV í dag. Klárlega rændir vítaspyrnu. Þessar stóru ákvarðanir voru ótrúlega dýrar fyrir okkur og svekktur að fá ekki meira en eitt stig úr þessum leik," sagði Páll Viðar.

„Mér fannst Þórsliðið spila betur en ÍBV í dag bæði með vindinn í bakið og fangið. Þeir skora kolólöglegt mark og það sáu allir að það var brot. Það var sárt en við vissum að við vorum ekki að fara að gefast upp með vindinn í bakið. Maður virðir stig að koma til Vestmannaeyja."

Þórsarar eru í fimmta sæti með 27 stig en Páll Viðar er ekki að spá í toppbaráttunni. Hann vill fá fimmtán stig úr síðustu fimm leikjunum.

„Það er að ná í fimmtán stig og það er stefnan. Þó við förum heim með eitt stig þá eru það tvö töpuð stig. Við erum ekkert að velta okkur upp úr því og höfum kannski gert of mikið af því. Við settumst niður og ákváðum að hætta að horfa á töfluna því þetta er ekki eingöngu undir okkur komið;" sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner