Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 21. september 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Elías Rafn um Lössl: Ég er búinn að slá hann út einu sinni og það er bara markmiðið aftur
Elías Rafn Ólafsson
Elías Rafn Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland í Danmörku, er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir tæpa árs fjarveru og er klár í að berjast um markvarðarstöðuna að nýju.

Markvörðurinn ungi og efnilegi spilaði vel með liðinu í október og nóvember á síðasta ári en var ekki með í verkefninu í mars vegna meiðsla og missti einnig af sumarglugganum er Ísland spilaði fjóra leiki í Þjóðadeildinni.

Hann er mættur aftur í hópinn og hefur náð sér að fullu það var létt yfir honum að vera kominn aftur í umhverfið.

Ísland á tvo leiki í þessum glugga gegn Venesúela og Albaníu en hann vonast eftir því að fá tækifæri í þeim leikjum.

„Það er frábært loksins að fá að koma aftur í landsliðið. Ég er búinn að bíða eftir því og alltaf jafn gaman að koma hingað og hitta strákana," sagði Elías Rafn við Örvar Arnarsson, fréttamann Fótbolta.net í Austurríki.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, hefur ítrekað talað um að það sé opin barátta um markvarðarstöðuna og að þeir eigi möguleika á að eigna sér stöðuna næstu tíu árin og vitnaði Elías í þau ummæli.

„Það hefur ekkert verið rætt. Við erum þrír góðir markmenn að berjast um þessa stöðu. Eins og Addi sagði fyrir síðasta glugga sem ég var með að þetta væri opin barátta þangað til það leysist úr því."

Hann er sérstaklega ánægður að vera meiðslalaus og segir það gott að vera kominn í landsliðsumhverfið.

„Það eru allir glaðir að sjá hvorn annan og fínt að komast í landsliðsumhverfið aftur, hitta íslensku strákana og spjalla saman."

„Já, að sjálfsögðu. Það tekur alltaf tíma að koma til baka og í formið sem ég var í. Ég er ánægður að vera kominn til baka fyrst og fremst."


Ætlar sér að vinna baráttuna við Lössl

Elías var í baráttu við Jonas Lössl um markvarðarstöðuna hjá Midtjylland á síðasta ári, barátta sem Elías vann. Lössl var ekki sáttur við stöðuna og opinberaði skoðanir sínar í fjölmiðlum, en á endanum ákvað hann að fara frá Midtjylland og var hann lánaður til Brentford í janúar á þessu ári.

Á meðan framlengdi Elías við Midtjylland en hann meiddist í mars og var frá út tímabilið. Þegar hann snéri aftur úr meiðslum var Lössl kominn til baka og búinn að eigna sér stöðuna en Elías er staðráðinn í að slá hann út úr búrinu í annað sinn.

„Svona er fótboltinn. Það kemur nýr þjálfari og hann er með aðrar áherslur. Ég er búinn að slá hann út einu sinni og það er markmiðið aftur," sagði Elías í lokin.
Athugasemdir
banner
banner