Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   mið 21. september 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Elías Rafn um Lössl: Ég er búinn að slá hann út einu sinni og það er bara markmiðið aftur
Elías Rafn Ólafsson
Elías Rafn Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland í Danmörku, er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir tæpa árs fjarveru og er klár í að berjast um markvarðarstöðuna að nýju.

Markvörðurinn ungi og efnilegi spilaði vel með liðinu í október og nóvember á síðasta ári en var ekki með í verkefninu í mars vegna meiðsla og missti einnig af sumarglugganum er Ísland spilaði fjóra leiki í Þjóðadeildinni.

Hann er mættur aftur í hópinn og hefur náð sér að fullu það var létt yfir honum að vera kominn aftur í umhverfið.

Ísland á tvo leiki í þessum glugga gegn Venesúela og Albaníu en hann vonast eftir því að fá tækifæri í þeim leikjum.

„Það er frábært loksins að fá að koma aftur í landsliðið. Ég er búinn að bíða eftir því og alltaf jafn gaman að koma hingað og hitta strákana," sagði Elías Rafn við Örvar Arnarsson, fréttamann Fótbolta.net í Austurríki.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, hefur ítrekað talað um að það sé opin barátta um markvarðarstöðuna og að þeir eigi möguleika á að eigna sér stöðuna næstu tíu árin og vitnaði Elías í þau ummæli.

„Það hefur ekkert verið rætt. Við erum þrír góðir markmenn að berjast um þessa stöðu. Eins og Addi sagði fyrir síðasta glugga sem ég var með að þetta væri opin barátta þangað til það leysist úr því."

Hann er sérstaklega ánægður að vera meiðslalaus og segir það gott að vera kominn í landsliðsumhverfið.

„Það eru allir glaðir að sjá hvorn annan og fínt að komast í landsliðsumhverfið aftur, hitta íslensku strákana og spjalla saman."

„Já, að sjálfsögðu. Það tekur alltaf tíma að koma til baka og í formið sem ég var í. Ég er ánægður að vera kominn til baka fyrst og fremst."


Ætlar sér að vinna baráttuna við Lössl

Elías var í baráttu við Jonas Lössl um markvarðarstöðuna hjá Midtjylland á síðasta ári, barátta sem Elías vann. Lössl var ekki sáttur við stöðuna og opinberaði skoðanir sínar í fjölmiðlum, en á endanum ákvað hann að fara frá Midtjylland og var hann lánaður til Brentford í janúar á þessu ári.

Á meðan framlengdi Elías við Midtjylland en hann meiddist í mars og var frá út tímabilið. Þegar hann snéri aftur úr meiðslum var Lössl kominn til baka og búinn að eigna sér stöðuna en Elías er staðráðinn í að slá hann út úr búrinu í annað sinn.

„Svona er fótboltinn. Það kemur nýr þjálfari og hann er með aðrar áherslur. Ég er búinn að slá hann út einu sinni og það er markmiðið aftur," sagði Elías í lokin.
Athugasemdir
banner
banner