Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   mið 21. september 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Elías Rafn um Lössl: Ég er búinn að slá hann út einu sinni og það er bara markmiðið aftur
Elías Rafn Ólafsson
Elías Rafn Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland í Danmörku, er mættur aftur í íslenska landsliðið eftir tæpa árs fjarveru og er klár í að berjast um markvarðarstöðuna að nýju.

Markvörðurinn ungi og efnilegi spilaði vel með liðinu í október og nóvember á síðasta ári en var ekki með í verkefninu í mars vegna meiðsla og missti einnig af sumarglugganum er Ísland spilaði fjóra leiki í Þjóðadeildinni.

Hann er mættur aftur í hópinn og hefur náð sér að fullu það var létt yfir honum að vera kominn aftur í umhverfið.

Ísland á tvo leiki í þessum glugga gegn Venesúela og Albaníu en hann vonast eftir því að fá tækifæri í þeim leikjum.

„Það er frábært loksins að fá að koma aftur í landsliðið. Ég er búinn að bíða eftir því og alltaf jafn gaman að koma hingað og hitta strákana," sagði Elías Rafn við Örvar Arnarsson, fréttamann Fótbolta.net í Austurríki.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, hefur ítrekað talað um að það sé opin barátta um markvarðarstöðuna og að þeir eigi möguleika á að eigna sér stöðuna næstu tíu árin og vitnaði Elías í þau ummæli.

„Það hefur ekkert verið rætt. Við erum þrír góðir markmenn að berjast um þessa stöðu. Eins og Addi sagði fyrir síðasta glugga sem ég var með að þetta væri opin barátta þangað til það leysist úr því."

Hann er sérstaklega ánægður að vera meiðslalaus og segir það gott að vera kominn í landsliðsumhverfið.

„Það eru allir glaðir að sjá hvorn annan og fínt að komast í landsliðsumhverfið aftur, hitta íslensku strákana og spjalla saman."

„Já, að sjálfsögðu. Það tekur alltaf tíma að koma til baka og í formið sem ég var í. Ég er ánægður að vera kominn til baka fyrst og fremst."


Ætlar sér að vinna baráttuna við Lössl

Elías var í baráttu við Jonas Lössl um markvarðarstöðuna hjá Midtjylland á síðasta ári, barátta sem Elías vann. Lössl var ekki sáttur við stöðuna og opinberaði skoðanir sínar í fjölmiðlum, en á endanum ákvað hann að fara frá Midtjylland og var hann lánaður til Brentford í janúar á þessu ári.

Á meðan framlengdi Elías við Midtjylland en hann meiddist í mars og var frá út tímabilið. Þegar hann snéri aftur úr meiðslum var Lössl kominn til baka og búinn að eigna sér stöðuna en Elías er staðráðinn í að slá hann út úr búrinu í annað sinn.

„Svona er fótboltinn. Það kemur nýr þjálfari og hann er með aðrar áherslur. Ég er búinn að slá hann út einu sinni og það er markmiðið aftur," sagði Elías í lokin.
Athugasemdir
banner
banner